Það er stöðugt að fjölga í þeim hópi fyrirtækja sem nýta sér tímaskráningu í gegnum vefinn þar sem starfsmaður slær inn auðkennisnúmer sitt, annaðhvort á takkaborð eða á snertiskjá.
Þessi lausn er afskaplega þægileg á margan hátt. Mjög fljót í uppsetningu og mikill sveigjanleiki varðandi breytingar. Allar skráningar skrást miðlægt og er úrvinnsla á upplýsingum þægileg og aðgengileg nánast hvaðan sem er.
Oftast eru þessar lausnir seldar í áskrift. Það þýðir að stofnkostnaður er yfirleitt mjög lítill.
Margir aðilar bjóða upp á tímaskráningu í gegnum heimasíðu.
Kostir:
- Oftast frekar einfalt í notkun
- Rafræn skráning
- Engin spjöld eða kort sem þarf að hafa á sér
- Býður upp á einfaldleika og sjálfvirkni við úrvinnslu
- Hægt að nálgast nánast hvaðan sem er
Gallar:
- Hægt að nálgast nánast hvaðan sem er
- Starfsmenn geta stimplað hvorn annan inn/út