Síðustu ár hefur orðið bylting er varðar notkun skýjalausna (cloud based). Þar er tímaskráningar bransinn engin undantekning. Ef eitthvað er þá er tímaskráning í fremstu röð hvað það varðar.

Tímaskráning í skýjalausn er hugbúnaðarlausn sem gerir fyrirtækjum kleift að halda utan um tímaskráningu starfsmanna með veflausn sem er hýst á fjarlægum vefþjónum (remote server) frekar en á netþjónum inna fyrirtækisins.

Tímaskráning í skýjalausn samanstendur oftast af skráningarstöð (stimpilklukku) á vefformi, skipulagstólum, fjarvistarskráningar- og skýrslugerðartólum. Margar lausnir bjóða svo einnig upp á að tengja allskyns “raun”tæki við kerfið sitt eins og t.d. lífkennatæki (biometrics).

Skýjalausnir gera notendum kleift að nálgast og vinna með tímaskráningu hvaðan sem er svo lengi sem nettenging er til staðar.

Kostir:

  • Oftast mjög einfalt í notkun
  • Rafræn skráning
  • Býður upp á einfaldleika og sjálfvirkni við úrvinnslu
  • Hægt að gera á frekar ódýran hátt
  • Aðgengilegt nánast hvar sem er

Gallar:

  • Lausnin er hýst annarsstaðar. Þú hefur því ekki fulla stjórn á kerfinu.