Með tilkomu snjallsíma og spjaldtölva hafa opnast áhugaverðir möguleikar varðandi tímaskráningu.
Í mörgum þessara tækja er búnaður sem virkar með NFC (near field communication).
NFC stendur fyrir „nálæg samskipti“ og má segja að það sé einskonar nándarskynjun með möguleika á meiri samskiptum.
Þetta gefur möguleika á að láta tvö tæki „tala saman“ auk þess að geta notað svokölluð TAGs. TAG geta verið á ýmsu formi, sem kort, miðar, lyklakippur og margt fleira. Þau þjóna þá svipuðu hlutverki og aðgangskort og slíkt hafa í dag.
Þannig má nýta þessa tækni til tímaskráningar á margan hátt. Með þar til gerðu Appi, eða í gegnum vefsíðu. Ýmsar útfærslur mögulegar.
Einn möguleiki er svo til viðbótar í þeim tækjum sem eru með staðsetningarbúnað í sér, þ.e. að láta þau um leið skrá staðsetningu viðkomandi. Þannig er þá vitað hvar starfsmaður er þegar hann/hún skráir sig í/úr vinnu.
Kostir:
- Oftast frekar einfalt í notkun
- Rafræn skráning
- Býður upp á einfaldleika og sjálfvirkni við úrvinnslu
- Getur verið tiltölulega lítill stofnkostnaður
- Einstaklega þægilegt fyrir starfsfólk
Gallar:
- Notandi þarf að hafa annaðhvort snjalltæki eða TAG á sér.