Með tilkomu Iphone síma og Ipad spjaldtölva hafa opnast áhugaverðir möguleikar varðandi tímaskráningu.
Hægt er að fara tvær leiðir varðandi tímaskráningu með slíkum tækjum. Önnur er sú að nota einfaldlega skráningu í gegnum heimasíðu. Hin leiðin er að nota þar til gert App til að skrá sig í gegnum.
Einn möguleiki er svo til viðbótar í þeim tækjum sem eru með staðsetningarbúnað í sér, þ.e. að láta þau um leið skrá staðsetningu viðkomandi. Þannig er þá vitað hvar starfsmaður er þegar hann/hún skráir sig í/úr vinnu.
Kostir:
- Oftast frekar einfalt í notkun
- Rafræn skráning
- Engin spjöld eða kort sem þarf að hafa á sér
- Býður upp á einfaldleika og sjálfvirkni við úrvinnslu
- Getur verið tiltölulega lítill stofnkostnaður
- Einstaklega þægilegt fyrir starfsfólk
Gallar:
- Ef ekki er staðsetningarbúnaður í tæki þá getur starfsmaður skráð sig hvaðan sem er.