simaklukkaMjög algengt form á tímaskráningu í dag er að notast við venjuleg símtæki. Þá er hringt í ákveðið númer, starfsmannanúmer slegið inn og skráð þannig.

Á mannmörgum vinnustöðum er jafnvel símtæki eingöngu ætlað til þessara nota við innganga á vinnustaðinn.

Það eru mjög margir sem bjóða upp á þessa gerð tímaskráningar enda er hér um mjög þægilegan kost að ræða með tiltölulega litlum stofnkostnaði.

Kostir:

  • Oftast frekar einfalt í notkun
  • Rafræn skráning
  • Engin spjöld eða kort sem þarf að hafa á sér
  • Býður upp á einfaldleika og sjálfvirkni við úrvinnslu
  • Getur verið tiltölulega lítill stofnkostnaður

Gallar:

  • Starfsmenn geta stimplað hvorn annan inn/út