Með tilkomu snjallsíma og spjaldtölva hafa opnast áhugaverðir möguleikar varðandi tímaskráningu. Í  mörgum þessara tækja er búnaður sem virkar með NFC (near field communication). NFC stendur fyrir „nálæg samskipti“ og má segja að það sé einskonar nándarskynjun með möguleika á meiri samskiptum. Þetta gefur möguleika á að láta tvö tæki „tala saman“ auk þess að […]

Mjög algengt form á tímaskráningu í dag er að notast við skráningastöðvar þar sem starfsmaður notar kort. Það geta ýmist verið svokölluð nándarkort, strikamerkjakort eða segulrandakort. Oftast er notast við sérstakar skráningastöðvar til verksins en einnig er mögulegt að notast við venjulegar tölvur. Er þá tengdur lesari við tölvuna sem getur skannað kortin. Það er gríðarlegt […]