kortaklukkaMjög algengt form á tímaskráningu í dag er að notast við skráningastöðvar þar sem starfsmaður notar kort. Það geta ýmist verið svokölluð nándarkort, strikamerkjakort eða segulrandakort.

Oftast er notast við sérstakar skráningastöðvar til verksins en einnig er mögulegt að notast við venjulegar tölvur. Er þá tengdur lesari við tölvuna sem getur skannað kortin.

Það er gríðarlegt úrval til af tækjum og lausnum í þessa notkun. Enda eitt algengasta formið á tímaskráningu í dag, ásamt tímaskráningu með innslætti. Oft er þessu reyndar blandað saman þ.e. bæði notast við kort og staðfestingu með númerainnslætti.

Hægt er að fá lausnir þar sem einungis er safnað skráningum í skráningastöðinni sjálfri og þær síðan teknar reglulega til úrvinnslu. Einnig er hægt að fá lausnir þar sem skráningar safnast sjálfkrafa miðlægt til úrvinnslu.

Þetta er mjög sniðug lausn ef fyrirtæki er í aðgangsstýrðu húsnæði. Þá er hægt að fá sér lausn sem notar sömu kort og eru notuð í aðgangskerfinu.

Kostir:

  • Oftast frekar einfalt í notkun
  • Rafræn skráning
  • Býður upp á einfaldleika og sjálfvirkni við úrvinnslu
  • Sæmilega öruggt ef kort eru ekki geymd á sameiginlegum stað

Gallar:

  • Getur verið töluverður byrjunarkostnaður
  • Starfsmenn geta stimplað hvorn annan inn/út ef kort eru á sameiginlegum stað