Ein leið til að skrá vinnutíma er með notkun spjaldastimpilklukku. Þá er klukka á staðnum sem hefur búnað til að ýmist stimpla á þar til gerð spjöld eða gata þau á vissan hátt.
Þannig bætist smátt og smátt á spjaldið upplýsingar um inn- útskráningar.
Hver starfsmaður hefur yfirleitt eitt spjald í notkun á hverjum tíma. Þegar spjaldið er orðið fullt, eða tímabilið sem það á að nota í er liðið, þá tekur starfsmaður nýtt spjald og tækið skráir á það.
Þetta er einfalt form og þægilegt á meðan ekki eru of margir að nota þessa lausn. Það getur hinsvegar verið töluvert verk að vinna úr upplýsingunum á þessum spjöldum og gera klárt fyrir launavinnslu.
Kostir:
- Lítill byrjunarkostnaður
- Einfalt í notkun (inn- útstimplun)
- Spjöld með skráningum (ekki rafrænt)
Gallar:
- Mikil vinna við úrvinnslu skráninga
- Spjöld með skráningum (ekki rafrænt)
- Starfsmenn geta stimplað hvorn annan inn/út