Mjög algengt form á tímaskráningu í dag er að notast við skráningastöðvar þar sem starfsmaður slær inn auðkennisnúmer sitt, annaðhvort á takkaborð eða á snertiskjá.
Allur gangur er á því hvort notast er við sérstakar skráningastöðvar eða einfaldlega venjuleg tölva notuð til verksins, nú eða jafnvel gsm sími.
Það er gríðarlegt úrval til af tækjum og lausnum í þessa notkun. Enda eitt algengasta formið á stimpilklukkum í dag, ásamt tímaskráningu með kortum.
Hægt er að fá lausnir þar sem einungis er safnað skráningum í skráningastöðinni sjálfri og þær síðan teknar reglulega til úrvinnslu. Einnig er hægt að fá lausnir þar sem skráningar safnast sjálfkrafa miðlægt til úrvinnslu.
Kostir:
- Oftast frekar einfalt í notkun
- Rafræn skráning
- Engin spjöld eða kort sem þarf að hafa á sér
- Býður upp á einfaldleika og sjálfvirkni við úrvinnslu
Gallar:
- Getur verið töluverður byrjunarkostnaður
- Starfsmenn geta stimplað hvorn annan inn/út