handklukkaÞað færist í aukana að notast við lífkenni (biometrics) þegar tímaskráning er annarsvegar. Stundum er notast við handskönnun.

Þessi lausn er ein fyrsta lífkennalausnin sem í boði var. Höndin er lögð á flöt, sem oft er með pinnum sem aðskilja fingur, og tækið skannar höndina. Ekki þarf að muna neinar tölur eða passa að gleyma ekki kortinu sínu. Bara leggja hönd á þar til gerðan skynjara sem „þekkir“ þannig viðkomandi og skráning á sér stað.

Í lífkennalausnum vinna tækin yfirleitt þannig að þau búa til auðkenni sem síðan er vistað í tækinu. Þau geyma því ekki mynd af lífkenninu sjálfu. Úr þessu auðkenni er ómögulegt að endursmíða lífkennið sjálft. Þetta er grundvallaratriði varðandi persónuvernd.

Handskönnun er notuð með sérsmíðuðum skráningastöðvum.

Kostir:

  • Oftast frekar einfalt í notkun
  • Rafræn skráning
  • Býður upp á einfaldleika og sjálfvirkni við úrvinnslu
  • Þarf ekki að muna eftir korti og/eða tölum

Gallar:

  • Getur verið töluverður byrjunarkostnaður