fingrafaraklukkaÞað færist í aukana að notast við lífkenni (biometrics) þegar tímaskráning er annarsvegar. Í flestum tilvikum er notast við fingrafar.

Þessi lausn er þægileg í notkun, ekki þarf að muna neinar tölur eða passa að gleyma ekki kortinu sínu. Bara leggja fingur á þar til gerðan skynjara sem „þekkir“ þannig viðkomandi og skráning á sér stað.

Í fingrafaralausnum vinna tækin yfirleitt þannig að þau búa til auðkennisstreng sem síðan er vistaður í tækinu. Þau geyma því ekki mynd af fingrafarinu sjálfu. Úr þessum auðkennisstreng er ómögulegt að endursmíða fingrafarið sjálft. Þetta er grundvallaratriði varðandi persónuvernd.

Langoftast er fingrafaralausn notuð með sérsmíðuðum skráningastöðvum en það er þó hægt að notast við venjulega tölvu líka. Þá er fingrafaralesari tengdur við hana.

Kostir:

  • Oftast mjög einfalt í notkun
  • Rafræn skráning
  • Býður upp á einfaldleika og sjálfvirkni við úrvinnslu
  • Ein öruggasta lausnin í boði í dag
  • Þarf ekki að muna eftir korti og/eða tölum

Gallar:

  • Getur verið töluverður byrjunarkostnaður