andlitsskanniÞað færist í aukana að notast við lífkenni (biometrics) þegar tímaskráning er annarsvegar. Í mörgum tilvikum er notast við andlitsskönnun (face recognition).

Þessi lausn er þægileg í notkun, ekki þarf að muna neinar tölur eða passa að gleyma ekki kortinu sínu. Eingöngu þarf að „horfa“ í þar til gert tæki sem „þekkir“ þannig viðkomandi og skráning á sér stað.

Í lífkennalausnum vinna tækin yfirleitt þannig að þau búa til auðkenni sem síðan er vistað í tækinu. Þau geyma því ekki mynd af lífkenninu sjálfu. Úr þessu auðkenni er ómögulegt að endursmíða lífkennið sjálft. Þetta er grundvallaratriði varðandi persónuvernd.

Tímaskráning með andlitsskönnun getur verið ein ódýrasta lífkennalausnin í dag. Hægt er að gera þetta með venjulegri tölvu og vefmyndavél. Þá er notast við þar til gerðan hugbúnað. Einnig er hægt að fá skráningastöðvar sem eru ætlaðar til svona skráninga.

Kostir:

  • Oftast mjög einfalt í notkun
  • Rafræn skráning
  • Býður upp á einfaldleika og sjálfvirkni við úrvinnslu
  • Hægt að gera á frekar ódýran hátt
  • Þarf ekki að muna eftir korti og/eða tölum

Gallar:

  • Sérsmíðaður búnaður getur verið frekar dýr