Tímaskráning er, eins og orðið gefur til kynna, skráning á tíma.
Í hvaða tilgangi það er gert er mismunandi. Oftast er þó um að ræða skráningu á tíma sem fer í eitthvert verkefni og/eða skráningu á vinnutíma.
Algengasta formið (sem við flest þekkjum) er t.d. þegar starfsmaður skráir sig til vinnu þegar mætt er og skráir sig úr vinnu þegar farið er heim. Þannig verða til upplýsingar um hvenær vinnudagurinn hófst og hvenær honum lauk. Út frá því eru svo laun endanlega reiknuð.
Á sama hátt er vinnudegi oft skipt niður á verkefni. Þá skráir starfsmaður sig inn á verk þegar vinna við það er hafin og út úr verki þegar því er lokið. Þannig fæst ágætis yfirsýn yfir verkefni og nýtingu vinnutíma.